Re: svar: Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka

Home Umræður Umræður Almennt Er ekki komið nóg? Re: svar: Meðan laufin sofa liggja spaðarnir andvaka

#50345
2704735479
Meðlimur

Um vöxt áliðnaðar á Ísland (heimild: KB-banki)

Þjóðhagslegur ábati stóriðjunnar er því einkum fólgin í því yfirverði sem álver greiða til íslenskra framleiðsluþátta, einkum vinnuafls og orku. Þar skiptir arður af sölu raforku mestu máli. Sú stefna virðist hafa verið ríkjandi hérlendis að selja raforku nærri kostnaðarverði sem endurspeglast bæði í fremur lágri arðsemi Landsvirkjunar og fremur lágrar ávöxtunarkröfu sem fyrirtækið gerir til virkjanaframkvæmda…

Virðisauki % af heildartekjum
Ál 1 t 24,0%
Þorskur 1 t 80,0%
Ýsa 1 t 78,0%
Karfi 1 t 73,0%
ferðamaður 62,0%

Áætlað er að um 450 störf skapist við álverið í Reyðarfirði eða að einn starfsmaður sé á hver 700 framleidd tonn og má áætla að um 700 störf skapist í Norðuráli og Reyðarfirði miðað við áætlaða framleiðsluaukningu. Auk þess skapast örfá störf við
virkjanir en reiknað er með að 10 til 20 manns muni starfa við Kárahnjúkavirkjun þegar að framkvæmdum er lokið og má því gera ráð fyrir að fjölgun starfa verði alls um 750 sem jafngildir atvinnusköpun af 40 þúsund ferðamönnum…

Viltu vita meira:
http://www.kbbanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=4404