Re: svar: Leyndardómar klifursins

Home Umræður Umræður Klettaklifur Bouldersvæði í Bjarnarfirði Re: svar: Leyndardómar klifursins

#48885
2005774349
Meðlimur

Eins og fram kom hjá viðmælanda þínum sem þú skildir ekki er fínt búldersvæði í Bjarnarfirði á Ströndum. Þetta svæði hefur ekki verið sveipað neinum leyndarhjúp, heldur hafa allir sem það hafa viljað, fengið að vita allt um svæðið. Þetta eru nokkur lág klettabelti nálægt veginum og ættu ekki að fara fram hjá neinum.
Í Bjarnarfjörð verður komist með því að aka þjóðveg eitt, Vesturlandsveg norður í land. Hægt er að beygja úr Norðurádalnum til vinstri og aka um Bröttubrekku vestur í dalina. Þar er um nokkrar heiðar að velja til þess að komast norður á Hólmavík (t.d. Tröllatunguheiði, Steinadalsheiði eða jafnvel Laxárdalsheiði). Að gamni má geta þess að einnig er hægt að komast akandi norður á Hólmavík með því að fara yfir Holtavörðuheiði og halda út Hrútafjörðinn, en það er nú varla jafn gaman. Alla vega þegar að Hólmavík er komið er bara haldið áfram norður og er annaðhvort hægt að keyra beint yfir í Bjarnarfjörð yfir háls þar sem Selkollusteinn er, eða keyra fyrir Kaldrananesið. Að lokum endar maður í Bjarnarfirði.
Klettarnir vísa í suður.
Að endingu vil ég brýna fyrir mönnum að ganga vel um landið og virða fuglalíf sem er þarna. Ekki skilja eftir ruslörðu, en borið hefur á því að ansi mikið drasl er skilið eftir á Hnappavöllum. Ekki henda fingrateipinu bara á jörðina og vona að mamma komi og týni það upp. Klettarnir eru nokkuð hreinir og fastir, en eitthvað er um lausar flögur. Mælist ég til þess að fólk taki þá bara í eitthvað annað í stað þess að rífa þær af. Um seinustu helgi var stór flaga rifin ú leiðinni Janusi á Hnappavöllum. Flaga sem engum hafði dottið í hug að reyna að rífa úr leiðinni fyrr en nú, og er þar með orðið ljótt óþarfa sár á klettinum.
Af svæðinu er enginn leiðarvísir (varla heldur stór nauðsyn) en margt að gera skemmtilegt.
Allar hliðranirnar bera sama nafn sem er auðvelt að muna „Hinterstursertraverse“ (man ekki rétta stafsetningu) og síðan tölustaf. Önnur vandamál eiga líka nafn en ég man ekki nöfnin á þeim öllum. Nöfnin tengjast þau þó öll Eiger Nordvand.
Sem sagt fjör.
Ég mæli svo með sundlauginni í Norðurfirði en þar er einmitt annað „leyniklifursvæði“.

Góða skemmtun,

Hjalti Rafn.