Re: svar: leiðarvísir

Home Umræður Umræður Klettaklifur leiðarvísir Re: svar: leiðarvísir

#52876
Sissi
Moderator

ég fíla þessa setningu í niðurlaginu:

„…en um leið má ekki gleyma því að almannaréttur til umferðar og til að njóta náttúrunnar, er einnig sjálfsögð mannréttindi sem ekki ber að skerða né takmarka að ástæðulausu „

Þetta virðist líta þannig út að ef:

1) einhverntíman hafi verið settur peningur eða vinna í þennan veg af öðrum en sumarbústaðareigendum sé heimil umferð um hann eins og Kalli segir OG

2) að menn megi labba um utan girðingar eins og þeir vilja (er ekki einhversstaðar hægt að komast milli girðinga þarna?)

Ekki það að ég sé að hvetja til leiðinda og kann að meta þá vinnu sem stjórnin hefur lagt í þetta, skiltið, stikur, viðræður ofl.

Mig langar bara að fræðast meira um það hvaða rétt þessi kappi hafði til að hrekja klifrara á SV horninu út í hrossagirðingu. Væri fróðlegt að vita þetta ef Stardals- eða Hnappavallabóndinn fara að selja sumarbústaðarlóðir á einhverjum tímapunkti.