Re: svar: leiðarvísir

Home Umræður Umræður Klettaklifur leiðarvísir Re: svar: leiðarvísir

#52870
Sissi
Moderator

Ohh hvað ég hugsaði wankernum sem rak okkur í burtu af gamla stígnum í Valshamar þegjandi þörfina í dag. Þessar 20 auka mín upp+niður skipta nú svolitlu máli þegar maður er að skjótast eftir vinnu og reyna að fá eitthvað út úr þessu.

Bendi fólki líka á að það þarf að leggja bílunum inni í beitarhólfi, og þeir sem hafa umgengist hesta vita eflaust að þeir elska að naga spegla og gluggalista og nudda lakk af bílum, þannig að það er eins gott að vera vel á verði ef þeir fara að sýna ökutækjunum athygli. Ég byrjaði daginn á að smala þeim hæfilega langt í burtu áður en ég þorði í klettinn.

Ég hélt að rétturinn til að komast leiðar sinnar væri frekar sterkur í íslenskum lögum, hugsa sér að það taki bara einn fýlupúka til að búa til svona mikið bögg fyrir helling af fólki.

Fúlt.

Sissi