Re: svar: Leggum ÍSALP niður

Home Umræður Umræður Almennt Leggum ÍSALP niður Re: svar: Leggum ÍSALP niður

#51950
Smári
Participant

Í fyrsta lagi á Ísalp að hugsa um hagsmuni sinna félagsmanna en ekki annara s.s. björgunarsveita.

Í öðru lagi hefur ekki verið tekin ákvörðun um söluna, (,,Af þessu tilefni boðar stjórn Ísalp til félagafundar miðvikudaginn 5. desember klukkan 20:00 í Skútuvoginum. Tillaga þess efnis að fyrirliggjandi tilboði í skálann verði tekið verður lögð fyrir fundinn. Verði þessi tillaga samþykkt verður gengið frá sölu Tindfjallaskála til Ferðafélags Íslands.“)
Það er því ekki hægt að segja að ákvörðun um sölu á skálanum hafi verið byggð á könnuninni. hún gaf einungis vísbendingu.

Að lokum vil ég minna á að skálinn hverfur ekki þó að af sölunni verði.

Hvet alla til að mæta á fundinn og láta að sér kveða því umræðan er mikilvæg.

kv. Smári