Re: svar: Leggum ÍSALP niður

Home Umræður Umræður Almennt Leggum ÍSALP niður Re: svar: Leggum ÍSALP niður

#51948
Smári
Participant

Ég held nú að menn séu full dramatískir… Ég vill benda á að í nýafstaðinni könnun (sjá niðurstöður í „fréttum“) kemur fram, þegar spurt er um lykilverkefni, skorar minnst (af 21 atr.) „sjá um rekstur skála á hálendi Íslands“.

Þegar spurt er hvort tindfjallaskálinn hafi verið notaður síðastliðin tvö ár kemur í ljós að 67% hafa ekki gert það og 22% aðeins einu sinni.

Nú er ég ekki að segja að við höfum ekkert með skálann að gera, síður en svo. Það er bara þannig að það er dýrt að halda úti skála fyrir ekki stærra félag (sérstaklega þegar erfitt er að fá fólk í sjálfboðavinnu).

Við eigum því að selja skálann einhverjum sem getur haldið honum við með sómasamlegum hætti og tryggja í leiðinni aðgang félagsmanna okkar að honum.

Ísalp á svo að einbeita sér að festivölum (sem eru hjarta klúbbsins í dag) og gera það vel. Ég haf ekki séð FÍ auglýsa ís-, telemark- og/eða klettafestival. Tali um að leggja klúbbinn niður og ganga í FÍ vísa ég því til föðurhúsana.

Ég er ekki að segja að maður eigi ekki að ganga í FÍ, maður á helst að vera í FÍ, ég er bara að benda á að Ísalp hefur ýmislegt að bjóða sem FÍ hefur ekki.

kv. Smári