Re: svar: lausn: enga bolta í Stardal!

Home Umræður Umræður Klettaklifur Eftir fund Re: svar: lausn: enga bolta í Stardal!

#48878
Anonymous
Inactive

Jú Andri minn þú mátt snúa þessu á hvern veg sem er. Það sem mér fannst annars athyglisvert á þessum fundi var hroki dótaklifrara sem settu sig á svo ótrúlega háan hest. Dótaklifur var eina og besta leiðin til að upplifa klifur og allir klifrarar VERÐA að læra dótaklifur, bara verða að læra það til að upplifa eitthvað í klifrinu. Þetta er algengt meðal manna þegar þeir telja sig vera að gera það rétta. Þegar ég æfði hlaup í eld-gamla daga var hrokinn í okkur nákvæmlega eins. Við litum niður á fótboltamenn því þeirra í þrótt var svo lágkúruleg og þeir nenntu aldrei að æfa sögðum við . Við vildum helst taka alla þessa boltavittleysingja og neiða þá til að fara að æfa eitthvað að viti svo sem hlaup og stökk. Ég hef sem sagt verið í þessari aðstöðu sjálfur svo ég þekki þetta.
Kv Olli