Re: svar: Laumuklifrarar ?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Laumuklifrarar ? Re: svar: Laumuklifrarar ?

#52216
2903793189
Meðlimur

Laumuklifrararnir heita Kári Sævarsson og Haraldur B. Ingvarsson. Ég veit nú ekki hvað leiðin heitir en Harri vinnufélagi minn og klifrari af annarri kynslóð benti mér á hana. Þetta er þrælskemmtileg leið sem við tókum í þremur spönnum. Leiðin er hvergi lóðrétt en ísinn var yfirleitt þunnur og lítið hægt að tryggja.

Ég held að það sé óhætt að mæla með henni ef menn vilja eiga góðan dag á fjöllum, rölta, klifra og enda á toppi.