Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

Home Umræður Umræður Almennt Lagabreytingar og stefnumótun Re: svar: Lagabreytingar og stefnumótun

#52421
Páll Sveinsson
Participant

Það er greinilega komin tími á endurskoðun lagana og er ég ánægður með framtak stjórnar að byrja þá vinnu.

En þessi útgáfa er ekki í lagi.

Fyrsta geinin er óskyljanleg og gerir ekkert annað en hefta komandi stjórnir. Einu sinni þótti rekstur skála vera lykilstarfsemi klúbbsins en er það ekki í dag. Hvers vegna á setja það í lög nákvæmlega hvað klúbburinn á að gera? Á alltaf að breyta lögunum í hvert sinn sem unnin er stefnumótunar vinna?

Stjórn borgi ekki árgjald. Hvað með ritnefnd, skálanefnd, umsjónamenn festivala og aðra sem vinna fyrir klúbbin. Er þeirra vinna eitthvað mynna metin en stjórnarmanna. Nei hér er verið að breyta grundvalla hugsun í rekstri kúbbsins og þarf að hugsa til enda.

Samkvæmt nýu og gömlu lögunum er engin atkvæðisbær nema hafa borgað árgjald. Það væri hálf skrítið ef stjórnin gæti ekki greitt atkvæði.

Það er ekkert í gömlu lögunum sem segir að ekki meigi kjósa leynilegri kostningu. Á ein erfið uppákoma kosta alsherjar endurskrifun á lögunum. Það þarf ekki meira en eina ósk til að fundarstjóri geti tekið ákvörun um að hafa kostninguna leinilega.

Ég er sammála ýmsu og tel að stjórnin sé að vinna gott verk en framsetningin er frekar klaufaleg.

kv.
Palli
Er að vera reyna að vera málefnalegur.