Re: svar: Klippa annarri eða báðum?

Home Umræður Umræður Almennt Klippa annarri eða báðum? Re: svar: Klippa annarri eða báðum?

#53667
1210853809
Meðlimur

Góð og gild umræða.

Umræðan spinnst vegna mynda af okkur félögunum í Flugugildi síðustu helgi. Kannski að ég komi nokkrum hlutum á hreint hvernig ég lít á málið.

– Ég klippi gjarnan báðum línunum í fyrstu trygginguna ef um klifur úr stansi er að ræða, og ef framhaldið er ótryggt. En þá er um góða tryggingu að ræða.
– Eftir það er það ein lína á víxl ( er með bláa og rauða svo bláa fer hægra meginn og svo rauða vinstra meginn, ef svo ber undir).
– Ef um mjög tæpar tryggingar er að ræða, líkt og á sunnudaginn, þá á ég það til að setja tvær tryggingar á svipuðum stað ef færi gefst og klippa þá vissulega sitt hvorri línunni í hvora trygginguna. Gerði þetta einmitt á sunnudaginn þegar tryggingar, í tvö hliðstæð kerti og grasbala, gáfust. Uppskar ég rope-drag frá. Hins vegar voru þetta þrjár trygginar af fimm í 60 metra spönn svo ropa-dragið var ekki alveg það sem hrjáði mig á þeirri stundu.

En fullkomlega valid umræða og gott að hafa svo hluti á tæru. Fór einmitt á 7 daga námskeið í fjallabjörgun síðasta vor hjá tveimur kanadamönnum, Kirk og Mike, og ræddi ég töluvert við Kirk um tæpar tryggingar í klifri og þessar single, double og twin rope pælingar. Hann var með mikla pælingar og hefur gert einhverjar prófanir sjálfur í fallturninum sínum í garðinum heima fyrir, fyrir New England held ég. Ég skal pósta því ef ég finn það á netinu.

kv. Jósef