Re: svar: Klifurmaraþon

Home Umræður Umræður Klettaklifur Klifurmaraþon Re: svar: Klifurmaraþon

#52923

Þetta var besta klifurhelgi sem ég hef upplifað á Hnappavöllum hvorki meira né minna. Það var í raun frábært að vera með verkefni allan tíman og smá pressu á að klára, það hélt manni við efnið og maður var að gera betur en áður.

Held að það sé alveg öruggt að margir voru að uppgötva nýjar leiðir og gera eitthvað sem þeir hefðu aldrei gert nema út af þessu maraþoni. Hið besta mál.

Svo var þvílík stemning og frábær matur á laugardagskvöldinu. Ekki skemmdi veðrið fyrir sem var snilld alla helgina!

Húrra fyrir öllum sem mættu, klifruðu, kvöttu, elduðu, spiluðu og skemmtu sér og öðrum. Thumbs up fyrir skipuleggjendum.