Re: svar: Klifurmaraþon

Home Umræður Umræður Klettaklifur Klifurmaraþon Re: svar: Klifurmaraþon

#52920
Skabbi
Participant

Gidday mayt!

Klifurmaraþonið tókst frábærlega í alla staði, held ég að ég megi fullyrða. Rjómablíða á Hnappavöllum alla helgina, kannski helst til heitt í sólinni í gærmorgun en menn létu sér það þó vel líka.

Menn klifurðu hver um annan þveran bæði laugardag og sunnudag. Flestir voru að keyra sig virkilega út við að klára leiðir og ef ég tala fyrir sjálfan mig þá var þetta frábært spark í rassinn. Ég klifraði allavega leiðir sem mér hefði aldrei dottið í hug að skoða fyrir viku síðan.

Kristín Marta og „Mömmurnar“ grilluðu læri og meðlæti ofaní mannskapinn á laugardagskvöldið, alveg hreint frábært. Þær eiga allar mínar þakkir skyldar fyrir það aftur. Takk fyrir mig!

Þegar ég kvaddi vellina í gær voru langflestar leiðirnar klifraðar. Ópus og „Ceus er ekki til“ stóður reyndar enn út af borðinu og kannski ekki líklegt að þær næðu að klárast. Bernd var að bisa við „Litlu lúmsku leiðina“ og einhverjir voru vestur í Skjóli að reyna við leiðirnar þar. Annars var þetta bara að verða búið.

Ég þakka bara fyrir mig og öllum sem lögðu leið sína á Hnappavelli um helgina.

Allez!

Skabbi