Re: svar: Íslenski ísrakkurinn

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Íslenski ísrakkurinn Re: svar: Íslenski ísrakkurinn

#53383
0311783479
Meðlimur

Ég er maður svartsýnn og almennt bölsýnn, þannig að öngvir venjulegir sportklifur tvistar rata í mitt belti heldur skrímerar í allar skrúfur nema ef ég geti hengt fjölbýlishús foreldra minna í skrúfuna þá e-ð annað, nokkrir axlarlengdar tvistar sem einhver kallaði alpatvista fyrir margt löngu. 2 blaðfleygar og einn goggur. Ef útlit er fyrir einhverjar klettatryggingar þá hnetur og hexur, sleppa kamarlortum því ef sprungan er „ferglössuð“ þá er ekkert not fyrir þá en hægt að svín lemja hexuna til.

Sóleyjarslingur (daisychain) hefur ekki komið nálægt mínu belti síðan að fann mig, í miðju sósíal-klifri, hátt uppi í stansi að spjalli við Sissa sem var að tryggja Andra og svo þegar komið var að því að leggja í hann þá klippti ég mig úr síðustu skrúfunni og kom sóleyjarslingnum þægilega fyrir beltinu, mundað báðar axirnar í ísinn, litið niður og áttað mig á því að ég hafði öngva línu til að tengja mig við góðvin minn Andra 60metrum öfar. Urlaðist af hræðslu og bað sankti-pétur og Sissa að bjarga mér, báðir voru snöggir til og klipptu „einhverju“ frá sér yfir í mig. Eftir nokkra djúpa andadrætti þá kom minn endi línunnar einhvers staðar í ljós og var hnýttur í beltið. Klifrað af stað og allir komumst við nú aftur niður á jafnsléttu. Vænn slurkur af íslensku brennvíni blandað „half ‘n’ half“ við viský, náði gleðinni aftur á skrið.

Ég kenni sóleyjarslingnum um þetta því ég var allt of kærulaus því ég var á honum en ekki línu.

Held að hann sé best geymdur í stigaklifri eða einhverju slíku. Ef ég þarf að hnýta mig í e-ð, með öðru en línunni, þá þræði ég alvöru sling í gegnum beltið og svo í tryggingu og er öruggur að hann heldur allavegana pottþétt 22kN. En ég er kannski óeðlilega risk-averse

Vonandi verður þessi dæmisaga mín einhverjum að gagni varðandi hættur sósíal-klifurs og sóleyjarslinga.

Lifið heil!
Halli