Re: svar: Ísklifurfestivali lokið

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifurfestivali lokið Re: svar: Ísklifurfestivali lokið

#48470
2607683019
Meðlimur

Ég er ánægður með þig Andri, að koma með þessa umræðu hérna upp. Svona mistök eru mjög dýrmæt, því að margir geta lært mikið af þessu og ef allir hefðu bara þagað yfir þessu þá hefðu það bara verið við sem vorum á staðnum sem lærum af þessu öllu. Ég var hálf skömmustulegur sjálfur yfir að hafa verið þarna og ekki farið fyrr niður, og ég er ofboðslega þakklátur að þetta fór ekki verr.

Ég er mjög sammála Rúnari Óla með að við ættum að ákveða á næsta festivali einhvern „höfuðsmann/menn“ á ísklifurherinn, sérstaklega með tilliti til snjóflóða og hrunhættu.

Ég þakka svo fyrir frábært festival, setti nokkrar myndir af Krister Jonson að taka cruxið í leiðinni á sunnudeginum á http://www.hofsnes.com