Re: svar: Ísklifur um síðustu helgi

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifur um síðustu helgi Re: svar: Ísklifur um síðustu helgi

#49234
Siggi Tommi
Participant

Já sorry Stephanovitsch og aðrir sem vilja fræðast um aðstæður.
Ég og Ágúst jarðköttur fórum í Flugugil í Brynjudal á laugardaginn og var það bara helvíti fínt.
Reyndar verður nú seint talist að aðstæður þar séu orðnar eins og best verður á kosið.
Fórum þó eina 40m 3. gráðu leið frekar utarlega í gilinu (veit ekkert hvað þetta heitir en þetta var í 2. geilinni til vinstri) og var það mjög fínt. Ísinn alveg þokkalega þykkur og gott í honum.
Svo fórum við eina frekar þunna og kertaða 3.-4. gráðu ca. 200m innar og var það mjög fínt. Snilldarklifur en frekar erfitt að tryggja neðri partinn en efri parturinn var þykkari og ekki eins brattur.
Svo fórum við upp eina frekar dræma 3. gráðu enn ofar (rétt áður en stóri hylurinn lokar gilinu). Hún var mjög blaut og ekki mjög spennandi.
Snjór var með minnsta móti í gilinu og því meira sem þurfti að vaða en t.d. þegar við fórum í jan/feb í fyrra (augljóslega…). Vorum knappir á tíma (komnir í bíl rétt efitr myrkur) svo við náðum ekki að fara inn fyrir hylinn til að skoða stærri leiðirnar inni í botninum. Sáum þó eina efst í vesturkantinum, rétt innan við hylinn) og var hún mjög flott og virtist vera klifranleg þó svo ég myndi sennilega aldrei þora því… :)

En s.s. ekkert að því að fara í Flugugilið enda á fáum stöðum sem er jafn þægileg aðkoma að ísleiðum.

Það á að fara að frysta aftur á morgun svo þetta hlýtur að verða orðið fínt á nýju ári.

Góða skemmtun.