Re: svar: Ísklifur um síðustu helgi

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifur um síðustu helgi Re: svar: Ísklifur um síðustu helgi

#49231
0703784699
Meðlimur

5 manna hópur arkaði inn Villingadal og klifu þar vinstra megin í tveimur team-um. Hægra megin var ekki í neinum spes aðstæðum, en það myndaðist flott kerti í miðjunni sem gaman hefði verið að fara, en því miður að þá var hjartað ekki til staðar.

Ísinn var frekar skrítinn, allt frá því að vera frauð þar sem skúfunum var ýtt inn, í blautan ís og svo harður á kafla. Mikið rennsli var undir ísnum, og voru nokkur göt sem náðu inn að klett og var um 20 cm bil sem skildi að ísinn og klettinn, axirnar fór langt inn sumstaðar en þetta voru ekki neinar súper aðstæður, erfitt að finna megintryggingu sem maður treysti á. Skemmtilegur dagur!!!

Á niðurleiðinni gaf að líta stallana sem eru vinstra megin í hlíðunum þegar gengið er inn dalinn, og var þar mikið um ís!!!

Himmi