Re: svar: Hvernig fer?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hvernig fer? Re: svar: Hvernig fer?

#50759
2806763069
Meðlimur

Ekki ónýtt Bárður, Hvet alla til að kynna sér þessa fossa sem eru í mjög þægilegu aðgengi. Sérstaklega er sá sem er fyrir ofan Hveragerði (eða Gervahverfi eins og við hnakkarnir köllum það) skemmtilegur. Hann er svona 3 gr. og líklega um 50m. Ef ég man rétt er hægt að komast að honum með því að aka upp að garðyrkjuskólanum og labba svo nánast beint upp hlíðina. Stór skemmtilegur foss sem er tilvalinn að takka að kvöldi til. Líklega tekur ekki meira en 20mín að labba upp að honum og ljósin frá bænum gefa smá týru. Þeir sem vilja svo meira geta gangið aðeins lengra inn dalinn eftir að hafa klifrað þann fyrri og þar er 10-12m kerti sem getur verið punkturinn yfir i-ið. Þessi foss er svona eins og Scots-leið í Stardal, maður vill ekki að hann endi!

Hvernig er annars með fossana Sogs-megin Bárður, þeir eru nú ansi reffilegir og hafa líklega aðeins einusinni verið klifraðir?

Njótið meðan á nefinu stendur!

kv.
Softarinn