Re: svar: Hverjir þekkja til ISM?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hverjir þekkja til ISM? Re: svar: Hverjir þekkja til ISM?

#51999
0304724629
Meðlimur

Ég fór í skólann 1991 minnir mig með Búbba félaga mínum. Þetta var klassanámskeið með Steve Monks en ég held hann sé ennþá þarna. Hitti hann 2005 á Aguille du Midi. Held að það hafi verið þrír kennar sem hétu Steve meðan við vorum þarna. Allt miklir kappar. Steve Jones nokkur, var með okkur í tvo daga eða svo. Hann var allur krambúleraður á höndunum eftir að hafa hrapað nánast línulengd ofan í svaka gímald í Valle Blanche. Hann var með einn nema með sér frá Skotlandi sem fór heim daginn sem við komum. Hann var ennþá skjálfandi eftir að hafa runnið á maganum alveg að brúninni með ísöxina í blússandi bremsu. Hann sagðist aldrei ætla á fjöll aftur…! Við lentum einmitt í svakalegum eldingum á leið niður af Aguille du Plan að mig minnir. Okkur fannst það mikið stuð en þeir voru orðnir stressaðir. Líklega var það frekar spenningurinn og enginn reynsla af eldingum okkar megin sem gera það að verkum að þeir halda að við séum einhverjar hetjur. Þ.e. ef það séum við sem þeir muna eftir. Svo man ég eftir svakalegri drykkjukeppni hjá Búbba og einum starfsmanni á Vagabond hótelinu (rekur ISM það ennþá?). Ekki veit ég hver vann en Búbbi ældi ansi mikið um nóttina…! Mikill drykkjuskapur hefur alltaf fylgt Vagabond hótelinu. Dougald Haston og Peter Boardman stjórnuðu ISM á sínum tíma. Alveg agalegar fyllibyttur og báðir dauðir. Dougald drapst í brekkunni fyrir ofan hótelið í snjóflóði og Peter á Everest. Eða var það K2?

Svolítið svakalegt að allir skólastjórar ISM hafa drepist á fjöllum. Ekki góð meðmæli það….!

Best að segja ekki meira.

rok