Re: svar: Hugtakaflóra klettaklifurs

Home Umræður Umræður Klettaklifur Hugtakaflóra klettaklifurs Re: svar: Hugtakaflóra klettaklifurs

#48944
Siggi Tommi
Participant

Þó svo Óla þyki „í hvelli“ gott þá legg ég frekar til hugtakið „leiftra“, sbr. „gaurinn leiftraði leiðina“.
Hljómar alla vega betur í mínum eyrum en „gaurinn fór leiðina í hvelli“ :) (en sitt sýnist hverjum)

Ekki svo galið hjá Steppó með „ásjá“ fyrir onsight. Sbr. Megas: „Þú ert Rauðhetta bæði og Bláskjár“ (eða „ásjár“ eftir stórabrottfall…)

Annars hefur nú oft verið talað um að „klára“ leið fyrir redpoint en það er óttalegur bastarður, þó kannski betra en margt annað…
Hvað um að nota „gelta“ fyrir (hang)dogging?

Æi, þetta er komið út í tóma vitleysu!

Annars þurfa þessi orð alls ekkert að vera beina eða óbeinar þýðingar á saxneskunni. Þurfa þó helst að vera lýsandi og grípandi…