Re: svar: Hlíðarfjall – aðstæður

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Hlíðarfjall – aðstæður Re: svar: Hlíðarfjall – aðstæður

#48505
0902703629
Meðlimur

Telemarkhelgin verður ALLTAF haldin. Það er enn nógur snjór í Hlíðarfjalli þið getið séð það sjálf á http://www.hlidarfjall.is á vefmyndavélunum. Það var opið í fjallinu alla helgina og í gær. Í fyrra var mun minni snjór en samt var „púður“ og menn sáu ekki eftir því að hafa mætt.

Telemarkhelginni verður aldrei frestað…eða færð til…það er enn nógur snjór hér í Eyjafirði. Og ef engin kemur, þá vinn ég kanski loksins eitthvað…a.m.k. í öðru sæti.

Það verður nú sjónasviptir ef þú mætir ekki. Mundu bara að póstleggja bikarinn í tíma…Og svo ekkert svona úrtölutal.

Nú verður sagðar veðurfréttir: Á Akureyri er stillt veður, hiti um frostmark, logn, skýað með köflum. Veðurfar er bara spurning um hugafar…

kv.
Bassi