Re: svar: Hlíðarfjall?

Home Umræður Umræður Almennt Hlíðarfjall? Re: svar: Hlíðarfjall?

#47671
0704685149
Meðlimur

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var tekið út seinni partinn í dag.
Skíðafæri var með ágætum. En aðeins Fjarkinn (stólalyftan) opin þ.a.l. aðeins ein troðinbraut opin, Andres sem er norðan við stólalyftuna. En samt ágæt til að styrkja læri fyrir átökin sem verða á Telemarkhátíðinni á AKureyri, helgina 14.-16. mars.
Utanbrautarskíðun var ekki vænleg vegna snjóleysis á neðra svæðinu. Steinar á stöku stað.
Mér var tjáð að það væri mjög ólíklegt að Strýtan (efra svæðið) mundi verða opnað um helgina þar sem vantar enn meir snjó þar. Einnig að það þarf að vinna í að gera brautirnar klárar þar. En maður veit aldrei ef það heldur áfram að snjóa.
Fylgist bara vel með á vefmyndavélunum á http://www.hliðarfjall.is og símsvaranum 878 1515 og á http://www.vedur.is

Swing kveðjur
Bassi