Re: svar: Heft aðgengi að Valshamri

Home Umræður Umræður Almennt Heft aðgengi að Valshamri Re: svar: Heft aðgengi að Valshamri

#51615
2806763069
Meðlimur

Rólegur kallinn minn, gekk frá þessu um daginn til að lýsa ánægju minni með það að ársritið væri loks að koma út! Annars búinn að bíða ansi lengi eftir þessu skoti :)

Hinsvegar spillir alveg örugglega ekki fyrir að benda mönnum á að klifrarar og aðrir landsmenn eiga rétt til notkunnar á landinu.

Hvort sem eru girðinga-glaðir bændir eða Reykvíkingar með loðna lófa þá gera menn sér ekki alltaf grein fyrir að eignarréttur á landi kemur ekki 100% í veg fyrir notkunn almennings á landsins gæðum.

Ég geri mér grein fyrir að Ísalp hefur eins og stendur ekki lögfræðideild. Ég er hinsvegar algerlega ósammála því að það falli ekki í verkahring stjórnar að koma að aðgengismálum.
Sýnist oft að þetta sé eitt af stærstu verkefnum sambærilegra félagasamtaka erlendis (þar sem eignarréttur á landi er reyndar oftast mun meira afgerandi en hér og vandamálin því stærri).

Það kæmi mér á óvart ef þyrfti að ganga lengi á eftir okkar ágætu lögfræði menntuðu félögum til að fá eins og hálfa blaðsíðu með tilvitninun í umrædd lög og fallegri undirskrift.

Þetta mál er ekkert nýtt og ég hef áður lýst þeirri skoðun að taka eigi þetta föstum tökum og að það sé hlutverk stjórnar Ísalp. Ef menn hefðu klárað þetta þegar þetta byrjaði væri kannski ekki fullkomlega búið að umkringja svæðið með sumarbústöðum og/eða það kæmi hinum nýju landeigendum ekki á óvart að þeir væru stöku sinnum nágrannar nokkura klifrara.

Það er hinsvegar rétt að best er að reyna að ná sáttum í bróðerni sé það hægt! Sé það ekki hægt þá verða einfaldlega lög landsisn að ráð!