Re: svar: Flottar myndir úr ölpunum

Home Umræður Umræður Almennt Flottar myndir úr ölpunum Re: svar: Flottar myndir úr ölpunum

#53296
2806763069
Meðlimur

Hér er svo ein mynd úr íslensku ölpunum sem gætu orðið einhverjum til umhugsunar.

Myndin er tekin af Skeiðarárjökli og sýnir fjöllinn sem ganga út í hann að austan. Þar sem ég hef ekki komið þarna man ég ekki nöfnin á þessum tindum.

Í öllu falli er þarna nokkuð stór veggur sem er algjörlega í skugganum. Það er ekki ólíklegt að eitthvað klifur leynist í þessum vegg. Í öllu falli ættu að vera þarna íslínur í giljum og maður veit náttúrulega aldrei með klettaleiðir.

Ef einhver kannast við þetta eða á betri myndir þá má hinn sami gjarnan láta vita.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/05/13_svaedi_fridlyst_og_staerri_vatnajokulsthjodgardu/