Re: svar: Flokkapólítík – kemur hún okkur við?

Home Umræður Umræður Almennt Flokkapólítík – kemur hún okkur við? Re: svar: Flokkapólítík – kemur hún okkur við?

#47785
0902703629
Meðlimur

Fagleg vinnubrögð eru alltaf til fyrirmyndar.

Hér að ofan er rætt um raunhæf markmið og verkefnalista núverandi stjórnar sem gera má ráð fyrir að eigi að stuðla að framgangi og framsókn Ísalp á innlendum og ekki síður erlendum vettvangi. Ekki væri úr vegi að fá slíka verkefnalista, fundargerðir og ráðabrugg birt á http://www.isalp.is þar sem félagsmenn hafa ekki allir jafna aðstöðu til að mæta á áður auglýsta “félagsfundi” eða mannamót. – Hluti af sterku félagi er jú að halda félagsmönnum vel upplýstum.

Svo er aftur annað mál hvort að vel fari á því að stunda fjallamennsku fyrir framan tölvuskjáinn með skíðastafinn í annarri hendi en músina í hinni. Með öðrum orðum, á maður að eyða tíma og kröftum í skriffinnsku, betl og leiðindi fyrir nokkrar krónur í kassann og illa efnd loforð? – Er ekki einfaldara að skila auðu og nota tímann í alvöru lífsins; óklifin fjöll, fagurlega skornar skíðabrekkur og glæsilegt berg, áður en hluta landsins verður sökkt eða það endanlega jafnað við jörðu?