Re: svar: Festivalfréttir

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Festivalfréttir Re: svar: Festivalfréttir

#51146
0808794749
Meðlimur

Góður slatti af myndum var tekinn og munum við reyna dúndra þeim inn á mínar síður í kveld.
Helga björt er búin að setja inn myndir á http://www.pbase.com/helgz
Hugðumst fara í Íssól á miðsvæðinu í Kinninni en hörfuðum þaðan vegna stórskotaárásar að ofan.
Fórum þá eina ca. 40m leið nálægt sjávarmáli og vorum nánast laus við hrun þar.
Mun sauma saman nokkrar myndir úr Kinninni sem sýna ágætlega svæðin.

Á sunnudeginum stoppuðum við á Steinsstöðum 2 í Öxnadal. Þaðan var rölt upp í gil og nokkrar leiðir klifraðar. Þar var hitastig um frostmark og ísinn heiðblár og fallegur.

Bless í bili.
p.s. við klifruðum með Helgu Björt, Tryggva, Arnari og Berglindi.