Re: svar: Eyjafjöll í þokkalegum aðstæðum

Home Umræður Umræður Almennt Eyjafjöll í þokkalegum aðstæðum Re: svar: Eyjafjöll í þokkalegum aðstæðum

#50915
Anonymous
Inactive

Eyjafjöllin geta verið sérstaklega varhugaverð í sól. Það er best að klifra þarna í frosti og sólarlausu veðri. Það er hins vegar enginn trygging því það er svo mikið rennandi vatn þarna að maður verður að íhuga verulega vel hvar farið er. Ég fer samt ekki frá því að Þarna hef ég átt margar af bestu klifurstundum sem ég hef upplifað. Leiðin sem Sigurður Tómas er að tala um heitir sennilega Skoran og leiðin sem hinir voru að fara hefur verið „Orginal“ Paradísarheimt. Fyrsta spönn í Skorunni endar alveg upp undir Þakinu þar sem sjálf skoran byrjar. Skoran sjálf er ein allra skemmtilegasta spönn sem ég veit um. Eftir aðra spönn tekur við hálf spönn af ís og léttu mosaklifri upp á sylluna breiðu sem hægt er að nota til að „traversa“ út úr eiðinni eða síga aftur niður sömu leið og maður kom.
Klifurkveðja.
Olli