Re: svar: Eyjafjöll í þokkalegum aðstæðum

Home Umræður Umræður Almennt Eyjafjöll í þokkalegum aðstæðum Re: svar: Eyjafjöll í þokkalegum aðstæðum

#50912
Siggi TommiSiggi Tommi
Participant

Talandi um Eyjafjöllin. Fórum einmitt þangað í gær og það var alldeilis hressandi, þó aðallega skuggalegt.

Fór ásamt ungstirninu honum Robba og stuttu seinna mættu Freysi og Skabbi ásamt Tryggva og fleiri Ársælingum.
Við Robbi völdum okkur línu hægra megin í ísveggnum hjá Paradísarheimt (sennilega er þetta leiðin sem Olli fór í fyrra: Upphafið að Paradís), því þar var meira spennandi ís og skuggi frá skammdegissólinni.
Jæja, við vorum rétt lagðir af stað upp þetta í frekar þunnum og blautum aðstæðum þegar hitt liðið var að græja sig til að fara í skrölt í Paradísarheimt (ef ég hef skilið það rétt að hún sé vinstra megin í þessum ísvegg, sem er næstur hægra megin við stóra fossinn ofan við félagsheimilið). Ekki vildi betur til en svo að við heyrum hrópað „ís“ og niður hrynja ca. 10 tonn af öndvegis klaka.
Enginn var alveg undir þessu en hefðu þau lagt af stað 15 mín síðar þá hefði einhver hæglega getað orðið fyrir þessu fargi. Þau voru skynsöm og hypjuðu sig upp í Fljótshlíðina og bröltu þar restina af deginum.
Við gerðumst svo frakkir að halda okkar striki og sjá til hvernig þetta liti út ofar. Efri parturinn hjá okkur var mjög blautur og kertaður svo við ákváðum að drulla okkur niður eftir 1 1/2 spönn af svona lala klifri.
Meðan við vorum að græja okkur til að húrra okkur niður, þá hrundu tvö nokkurra tonna flykki úr Paradísarheimt ásamt einu duglegu snjóflóði ofan af brún (ekkert af þessu nálægt okkur en þó ekki nema 100m í burtu). Auk þess voru endalausir skruðningar frá hruni í stóra fossinum sem var allur á leið niður.
Þess ber að geta að þegar farið var úr bílnum um 11 þá voru -2C° og kl. 3:30 þegar niður var komið var -6C° en sólin og rennandi vatnið gerðu svæðið stórhættulegt.

S.s. Eyjafjöllin eru ekki í góðum aðstæðum en gætu verið orðin fín um næstu helgi en ekki nema rennsli að ofan minnki verulega.