Re: svar: Eyjafjöll

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Villingadalur Re: svar: Eyjafjöll

#49217
0703784699
Meðlimur

Fór í Múlann á laugardag ásamt Bjarna. Veður var frábært en ísinn á einhverju undanhaldi. Það ringdi á okkur um morguninn sem breyttist svo í snjókomu og eftir það var heiðskýrt.

Mæli með ísbúðinni í skeifunni frekar en Múlanum þar sem ætti að vera meira en nóg af ís.

Príluðum eitthvað en það telst ekki til stórræða. Mestur fannst okkur ísinn neðst í leiðunum og fáar leiðir sem náðu uppá brún. Rísandi og Stígandi náðu ekki uppá brún en voru fínir á miðkaflanum.

Þannig að nú er bara að leggjast á ísguðinn og reyna að fá jólaís!!!

Himmi

PS: á leiðinni heim kíktum við inn Eilífsdal, þar virtist einfari í fínum aðstæðum, síðan voru kertin þrjú (??) þarna ágæt og þilið var fínt upp fyrstu tvær spannirnar en kertið virtist heldur dapurt. Svo kíktum við inn Blikadal, þar var einhver ís í (??) en einsog áður að þá var frekar haldlítið í toppnum.