Re: svar: Er ekki komið nóg af röfli!

Home Umræður Umræður Almennt Er ekki komið nóg? Re: svar: Er ekki komið nóg af röfli!

#50340
Siggi TommiSiggi Tommi
Participant

Það er nú synd að segja frá því að þjóðfélagið er að blómstra (ja, nema útflutningsgreinar náttúrulega) einmitt út af þessu stóriðjufylleríi öllu saman.
Ég er ekki mikill stuðningsmaður stóriðju en því miður þá virðist álvinnsla vera eitt af því fáa sem Ísland hefur náð að gera vel í samkeppni við aðrar þjóðir.
Málið er því ekki svo einfalt að ætla bara að hætta þessu áldóti og fara út í ferðaþjónustu, því öfugt við ferðamennsku þá veitir álvinnsla atvinnu og tekjur árið um kring.

En ég styð alveg yfirlýsingu frá Ísalp um málið. Gott að hagmunaaðilar láti í sér heyra, þó ekki sé nema til að sýna að öllum sé ekki sama…