Re: svar: er ekkert að frétta?

Home Umræður Umræður Almennt er ekkert að frétta? Re: svar: er ekkert að frétta?

#48685
2806763069
Meðlimur

Hvað segja menn annars um að halda ísklifur- og/eða telemarkfestivalin erlendis næsta vetur. Núna er orðið svo ódýrt að fljúga og því minnsta mál að skuttlast til dæmis til Danmerkur og þaðan til Norge og líta á Rjukana (http://www.mountain-activity.no/).

Fyrir telemark festivalið má fljúga til Genfar og finna gott svæði þar í nágrenninu. Vika í heildina fyrir hvorn viðburð og allir fá nánast gulltryggðan haug af klifri og rennsli fyrir peninginn.

Hvað segja menn?

Svo má líka skipuleggja góða klifurferð til Spánar næstu páska. Líka ein vika, leigja litla rútu og líta á 2 eða 3 fjölbreyt svæði. Þetta þarf ekki að kosta mikið og bjórinn er ódýrari en Kók hér heima.

Hvað segja menn?