Re: svar: Einfarar

Home Umræður Umræður Klettaklifur Einfarar Re: svar: Einfarar

#50556
Siggi TommiSiggi Tommi
Participant

Ég skellti mér nú í sólóklifur í Munkanum um daginn. Henti upp toprope og notaði Grigri til að tryggja mig. Var með lítinn júmmara sem backup. Þurfti svo að toga inn slaka gegnum Grigri-ið í nánast hverri hreyfingu.
Ekki gáfulegasta setup í heimi en virkaði þó ágætlega þrátt fyrir paufið. Betra en að sleppa klifri vegna félagaskorts þann daginn…

Svo eru til svona Grigri-like sjálftryggigræjur sem t.d. gaurar í sóló-stigaklifri eru að nota (hægt að fiffa Grigri þannig að það geri þetta sama en það veikir Grigi-ið). Þá er hægt að leiða spönn með línuna fasta neðst og þetta júnit (sem er þá fast við klifrarann) fæðir út jafnóðum en ef rykkur kemur á línuna þá á það að læsa. Svo þarf að síga niður úr næsta stansi til að hreinsa tryggingar og síðasta akkeri og svo júmma sig upp aftur.
Hef ekki prófað þetta sjálfur en hef séð einhverja pistla um þetta. Gummi dúllari og aðrir stigamenn kunna þetta kannski.

Annars eru örugglega til góðir molar um svona á spjallsíðunum á rockclimbing.com og fleiri klifursíðum.
Mæli alla vega því að menn kynni sér þetta rækilega áður en farið er að leggja sig í stórhættu við fikt með svona gizmo.

Svo er náttúrulega hægt að sólóa fyrir alvöru (þ.e. án línu) en það er bara fyrir nöttkeis… Þá er heldur ekkert að kunna annað en að detta ekki! :)