Re: svar: Einfara

Home Umræður Umræður Almennt Einfara „Solo Climbing“ Re: svar: Einfara

#47937
2806763069
Meðlimur

Jæja er þetta byrjað hjá ykkur greiin mín.

Mönnum hættir til að dæma aðra á eigin forsendum, ég hef svosem séð það áður.

Ég veit að Palli var bara að fá fram smá umræðu um þetta atriði og var á engan hátt að gagnrína mig. Ég vill samt minna á að hann sjálfur er ekki með öllu saklaus af þessum heimskupörum eins og menn kalla það.

Einhver ofvitinn sem ég þekki ekki kallaði mig með óbeinum hætti heimskan. Kann vissulega að vera rétt en… Mínar forsendur eru töluvert aðrar en hans, ég hef klifrað ís í 10 ár núna og á þessum 10 árum eru ekki margir íslendingar sem gætu hafa barið upp fleirri spannir en ég. Mér dettur reyndar bara einn mögulegar kandidat í hug. Á öllum þessum klifrumetrum reiknast mér til að ég hafi dottið þrisvar sinnum, einu sinni var ég ekki í línu og í hin tvö skiptin datt ég úr lítilli hæð niður á jörð. Aldrei meiddist ég að ráði.

Ég er ekki að segja að ég sé óskeikull eða ódauðlegur, hinsvegar hef ég mun meiri reynslu en flestir þeir sem heimsækja þessa síðu og menn ættu kannski að taka það með í reikninginn.
Þannig vill ég meina að það sé líklega ekki frekar hættulegt fyrir mig að klifra Paradísarheimt án línu á klukkutíma og korteri en það var fyrir mig að klifra Paradísarheimt reynslulaus á 6 tímum eins og ég gerði þegar ég var 18 ára (í spotta).

Hvað Skarðsheiðina varðar var þetta í 3 skipti í vetur sem ég fór vegginn, og það er bara í vetur.

Ég myndi því nokkurnvegin slá því föstu að ég hef næga reynslu í verkið og er frekar fær um að dæma um hvort það er heimskulegt en einhver besser wisser sem veit varla hvað snýr upp né niður á ísöxi.

Afsakið hrokann en honum er ætlað að undirstrika það minn reynsluheimur er annar en flestra þeirra sem tala um þessar klifurferðir mínar sem heimskulegar.

Að lokum.
Klifur snýst alltaf um það að feta mjög þröngt einstigi á milli hraða og öryggis. Þeir klifrara sem hallast um of í aðra hvora áttina lenda annað hvort í því að vera kallaðir heimskir og fífldjarfir (og vera það jafnvel) eða að vera bara lélegir og afreka aldrei neitt á ferlinum. Margir sjá aldrei þetta samband, en segjum sem svo það er hægt að klifra Grafarfossinn á 15 mín án línu, og hefur líklega verið gert. Það er líka hægt að sóa 6 tímum í fossinum og taka aldrei minnstu áhættu. Það þarf ekki að velja á milli en í hvora áttina hallast þú?

Ég mun ekki taka neina ábyrgð á því sem aðrir gera, hver og einn verður að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Ég bendi hinsvegar á að ég hef verið lengi í bransanum og að það er mín besta trygging þegar ég fer að klifra, hvort sem ég er í línu eða ekki.

Svo er það spurningin um það hvort ég hefi verið að sanna eitthvað, veit það ekki. Mér er ekki sama um það hvað öðrum finnst um mig en hvað það varðar að berja ís held ég ekki að mig skorti sjálfsálit eða gott álit annara. Þannig að líklega hef ég ekki verið að vinna mér inn neina auka punkta sem ég hef ekki.
Ég er hinsvegar stundum dáldið þreyttur á að hvað hlutirnir ganga hægt í hefðbundnu klifri og finnst gaman að fá smá flæði í klifrið. Svo vantar mann líka smá kikk sem fæst ekki lengur úr 4.gr. leiðum.

Vonandi temja men sér í framtíinni að horfa á hlutina frá báðum hliðum áður en þeir fella sleggjudóma.
Ég er klifrari, ástvinir mínir vita það og treysta minni dómgreind þegar ég er á fjöllum, hún hefur sannað sig. 7,9,13.

kv.
Hardcore hrokagikkur