Re: svar: Einfara

Home Umræður Umræður Almennt Einfara „Solo Climbing“ Re: svar: Einfara

#47941
Jón Haukur
Participant

Sælir drengir

Sólóklifur í Skessuhorni er reyndar ekki alveg nýtt af nálinni því Óskar Þorbergsson prílaði sér þarna upp á gamla stubai rupal parinu sem einu sinni þóttu góðar ísaxir einhvern tíman á níunda áratugnum held meir að segja að það hafi verið ein af fyrri ferðunum í veggnum.

Hvað þennan klifurstíl varðar, er mér svo sem slétt sama hvað aðra varðar, öryggi og hraði eru vissulega góðir punktar þar sem það á við, þannig að skessuhornið, sem er reyndar frekar örugg leið og þarfnast ekki neins últra hraða, hlýtur því að vera æfingavöllur í sólóalpínisma af stærri karakter. Einhvers staðar verða menn jú að æfa sig og það er gott og blessað ef menn hafa getu í það eins og h-core og fleiri. Sem meðlimur í framsóknarfélaginu Landsbjörgu þá yrði ég samt frekar óhress með að tína upp einhverja græningja sem fengju hugsanlega þá flugu í hausinn að þetta væri hinn eini sanni klifurstíll.

Það er ekki langt síðan að það voru tvö útköll „bara“ Grafarfossinn á einum og sama vetrinum. Þeir sem eru að byrja í bransanum sjá oft á tíðum ekki hvað er létt og hvað er ekki létt.

En fyrst að Palli er búinn að opna á sögustundirnar, þá langar mig að spyrja um gamla þjóðsögu sem rifjaðist upp af þessu tilefni. Sagan var af úngum dreng í Grafarfossinum sem átti að hafa sleppt öxunum og látið sig vaða niður út af útpumpun, ef ég man rétt var hjólarinn líka á hinum endanum í þeirri sögu. Er þetta eitthvað helbert bull eða er þetta sama sagan á vitlausum stað?