Re: svar: Dalurinn hans Eilífs

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Dalurinn hans Eilífs Re: svar: Dalurinn hans Eilífs

#48691
Siggi Tommi
Participant

Fór í krassanovv ferð með Maríu í N1 í HSSR í Eilífsdalinn í gær (sunnudag 2. maí) og það var voðalega fínt. Skítakuldi og rok með hríð á köflum og við príluðum bara eina stutta spönn upp Einfarann.
Fínn ís undir 5-10cm morknu dóti – gott að klifra það en drulluerfitt að mylja frá því til að koma skrúfum í hart. Það virtist nú ennþá vera sæmilegt líf eftir í Einfaranum en t.d. Tjaldsúlurnar voru flestar hrundar – bara þessi nyrsta var heilleg. Það hafði líka hrunið töluvert af ísblokkum úr Einfaranum en tvö stór 3ju gráðu þil enn heil og við fórum í það syðra.
Vegna veðurs og almenns aumingjaskapar nenntum við ekki að brölta upp slabbið ofan við höftin þó það hefði eflaust verið fínt. Mér sýndist vera hægt að fara upp á topp inni í horninu nyrst í Einfarahvelfingunni. Stallar með slatta af ís á en spurning hvort hægt hefði verið að tryggja eitthvað af ráði.
Spurning hvort hægt verði að fara þarna í brölt næstu helgi…