Re: svar: búlder og jafnvel meira við Akrafjall?

Home Umræður Umræður Klettaklifur búlder og jafnvel meira við Akrafjall? Re: svar: búlder og jafnvel meira við Akrafjall?

#52898
0401794539
Meðlimur

Skagamenn hafa stundað æfingar þarna svo lengi sem elstu menn muna, þarna er ein boltuð klifurleið. Ég kíkti á hana fyrir mánuði síðan þá var hún orðin svolítið mosa vaxin og svo er eitt toppakkeri rétt við hliðiná.

Þarna er flott frábært svæði sem vissulega er vannýtt.
Þetta eru gamlir sjávarhamrar og bjóða upp á fyrirtaksklifur af öllum erfiðleikastigum. Þó eru björgin sumstaðar laus í sér og frekar mosavaxin, en hér og þar má komast í úrvals klifur.

Landið er í eigu Antons á Ytri Hólmi en hann hefur lagt þennan príðis veg þarna upp með og honum er nákvæmlega sama þó klifrarar/göngufólk vafri þarna um, svo lengi sem gengið er snyrtilega um og engin landsspjöll eru unnin. (það á samt að vera í lagi að bolta þó við höfum verið hófsamir fram til þessa.)

Af hverju þetta hefur lítið verið notað af höfuðborgarbúum skal ég ekki segja kannski það sé enn of dýrt í göngin?

Svo skemmir það ekki að þarna er príðiskvöldsól.