Re: svar: Brennivín

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Brennivín Re: svar: Brennivín

#52722
Anonymous
Inactive

Já Ágúst minn Will Gadd var hér á landi fyrir nokkrum árum og klifraði meðal annars í hlíðum Eyjafjallajökul(sá leiðinni inn í Þórsmörk). Hann fór í Haukadalinn og reyndi ítrekað við leiðina Brennivín sem nefbraut hann (fór á Heilsugæsluna á Búðardal til aðhlynningar) síðan varð einn myndatökumaðuri hans fyrir ísstykki og fór einnig á Heilsugæsluna. Eftir 5 daga puð minnir mig tóks honum að klára leiðina. Hann sagði að þetta væri(þá ) erfiðasta leið sem hann hafi klifrað og neitaði að gráða hana. Hún var síðan gráðuð(ágiskun) sem M9+ held ég. Ég tel að miðað við aðrar leiðir sé þetta síst undirgráðun. Will Gadd kom hér vegna kunningsskapar við Guðmund Helga Christensen. Það voru ansi margar leiðir kláraðar á þessum tíma þegar hann var að puða í þessari leið. Mig minnir að 240 m hafi verið kláruð þá af henni Kim Zismaisia(man ekki stafsetninguna)
Olli