Re: svar: bitrir bláfjallafarar

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Bláfjöll Re: svar: bitrir bláfjallafarar

#51252
0808794749
Meðlimur

Heyrheyr.
Síðastliðinn föstudag fór ég í Bláfjöllin og renndi mér þar í litlu skyggni í góðu Bláfjallapúðri (blautu nýsvævi).
Er heim var komið var rýnt í veðurspánna sem gerði ráð fyrir leiðindaveðri seinni part laugardags.
Það voru því engin smá vonbrigði að uppgötva það að aðeins ein lyfta og ein skíðaleið, Öxlin, var opin almenningi. Gilið var undirlagt undir keppni, Eldborgarsvæðið var notað undir æfingar örfárra hræða sem og stólalyftan í Suðurgili. Tvíburarnir í Suðugili voru einnig nýttir undir æfingar en þar var líklegast einna helst hægt að réttlæta lokun þar sem mestur fjöldi æfingakrakka var.
Og þó.
Er hægt að réttlæta það yfirhöfuð að loka skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins fyrir almenningi þegar færið er eins og best er á kosið og veðrið sömuleiðis.
Það fór sem fór. Suðurgilið var opnað almenningi kl 1300 og stuttu síðar var öllu lokað vegna veðurs.

Mér finnst stjórnendur svona batterís ekki geta kvartað yfir aðsókn þegar þetta er viðmótið sem maður fær.

Eitt enn. Greinin hans Árna var virkilega góð og gefur manni smá von um að einhver vakning verði hjá Bláfjallanefnd. Út með pólitíkusa og inn með kunnáttufólk.
Kannski þurfum við bara að fá Árna til að reka þetta batterí??