Re: svar: Ársrit/vefsíða?

Home Umræður Umræður Almennt Ársrit/vefsíða? Re: svar: Ársrit/vefsíða?

#49370
Hrappur
Meðlimur

Það er stór galli við að birta efni rafrænt, einsog t.d hér á netinu og hann er sá að þetta efni á það til að týnast í tímans rás og eru þá engar heimildir eftir. Það mætti kannski líta á ársritið sem dánartilkynningu og mynningargrein um liðið klifur og fjalla ár.
Slíkar tilkynningar ætti helst að birta í Morgunnblaðinu en að öðrum kosti einsog verið hefur í veglegu tímariti( þó langt geti ´liðið á milli) . Ársrit í sjálfu sér er rangnefni því að ég kalla það gott ef það kemmst út á 2 ára fresti. Og getum við sjálfum okkur um kennt. Ég var nú búinn að auglýsa eftir Ársritinu í fyrra einhvern tíman en hvorki leit björgunarsveita eða lögreglu hefur borið nokkurn árangur hingað til. Það er samt of snemmt að telja ritið af og það kemmur vonandi í leytirnar þegar snjóa leysir í vor.