Re: svar: Á skíði um helgina

Home Umræður Umræður Almennt Utanbrautarbandalag Ísalp Re: svar: Á skíði um helgina

#53160
0801667969
Meðlimur

Flott framtak. Úr Bláfjöllum er það hins vegar það að frétta að í gær (22 okt.) setti niður það mikinn snjó að menn hættu að komast um á jeppa og því skipt yfir á vélsleða. Í dag hefur svo bætt allmikið í og meiru spáð. Það lítur því út fyrir að menn geti fundið sér ágætis lænur til að skíða í um helgina. Þess ber þó að geta að allt almennilegt undirlag (gamlan veðraðan snjó og ís) vantar og því víða stutt niður á grjót.

Kv. Árni Alf.