Re: svar: 100 hæstu tindarnir!

Home Umræður Umræður Almennt 100 hæstu tindarnir! Re: svar: 100 hæstu tindarnir!

#51560
1610573719
Meðlimur

Takk fyrir hlý orð!
Þá eru Kverkfjöll afgreidd ásamt Bárðarbungu, Kistufelli og Trölladyngju í aldeilis frábæru verði og með frábærum ferðafélögum.
Ég ætla að halda mig á Akureyri þessa viku og lofa skrokknum að jafna sig. Það er ekki laust við að maður finni fyrir þessum 110 km sem maður er búinn að þramma.
Næst á dagskrá verður hinn magnaði Glerárdalshringur sem ég hlakka mikið til. Veðurspá er sögð góð og mjög margir búnir að skrá sig til þáttöku. Svona þegar á seinni helminginn á verkefninu er komið fer maður að vona að þetta takist á árinu en þetta er ekki í hendi fyrr en síðasti toppurinn verður sigraður. Ég ætla bara að verða svo bjartsýnn að vona að skrokkurinn haldi.
Fjallakveðja Olli