Re: svar: 10 Tindar

Home Umræður Umræður Almennt 10 Tindar Re: svar: 10 Tindar

#53009
2008633059
Meðlimur

Þarf ekki að skilgreina aðeins betur þennan topp 10 lista og tilgang hans? Ákveða fyrst hvernig á að velja fjöll á hann áður en beðið er um tilnefningar. Hvað segja menn annars um þetta, til hver er svona listi og hvernig á að velja fjöllin á hann?

Ein hugmynd væri að hafa þar bara „tæknileg fjöll“, tinda þar sem allar leiðir upp eru torfærar nema hafa einhverja þekkingu, líkamlegt form og/eða búnað. Hraundrangi og Þumall væru á listanum því ég býst við að flestir vilji nota línu og tryggja þar. Jafnvel að fara ekki upp nema með einhverjum reyndari. En hvað með Hnjúkinn, vissulega er betra að hafa brodda undir iljum og exi í hendi en hæsta fjall landsins getur varla talist mjög „tæknilegt“, í það minnsta ekki normal leiðir þar upp? Það er líka spurning hvort við svona val eigi að leggja til grundvallar alveg hlutlæga mælikvarða (t.d. hæð yfir sjó), hálf hlutlæga (t.d. tæknilegur/líkamlegur erfiðleikastuðull) eða þá bara eitthvað algjörlega huglægt („skemmtileg“, „falleg“ eða „eftirminnileg“ fjöll)?