Re: svar: 10 Tindar

Home Umræður Umræður Almennt 10 Tindar Re: svar: 10 Tindar

#53004
2008633059
Meðlimur

Ágæt hugmynd en kannski mætti útfæra þetta þannig að listinn nái yfir „klassískar leiðir“ en ekki bara klassísk fjöll? Dæmi: Skessuhorn – NA-hryggur (vetur), Hvannadalshnjúkur – Virkisjökulsleið (sumar og vetur). Þessar leiðir þurfa að vera smá „challenge“ og krefjist lágmarks búnaðar, en samt að vera á allra færi. Jafnvel kæmi til greina að hugsa upp nýjar og áhugaverðar leiðir á þekkt og minna þekkt fjöll. Þannig væri fókusinn frekar á leiðina en á fjallið sjálft. Svona listi hlýtur að vera mjög dýnamískur og kalla á reglulega endurskoðun. Hugsanlega gæti stjórn klúbbsins birt árlega nýjan lista sem áskorun fyrir félagsmenn og hvatt til þess að menn sendu inn myndir/frásögn af leiðunum. Til að virða alla landsbyggðapólitík þyrfti í framhaldinu að taka saman lista yfir verðug viðfangsefni í hverjum landshluta.

kv,
JLB