Re: Skál

Home Umræður Umræður Almennt Leggum ÍSALP niður Re: Skál

#51951
1704704009
Meðlimur

Er það ekki rétt að klúbburinn hefur aldrei verið eins fjölmennur og nú? Sömuleiðis að hann hafi aldrei átt jafnmikinn pening? Það þykir mér undarlegt að samtímis svona stækkun klúbbsins, skuli þrekið vera að minnka í þessum málum. Ekki meint neikvætt.
Hér er tillaga; Fresta söluáformum í tvö ár og að stjórnin gefi sér svigrúm á kjörtímabilinu til að einbeita sér að endurreisn skálanefndar og finnum fleiri Bárða þarna innanum. Skálinn eyðileggst ekki á meðan. Held að margir félagsmenn vilji og geti gert góða hluti – en viti hreinlega ekki af því hvað er mikil þörf fyrir þá. Ísalp þarf kveikja í þessu fólki. Ísalp getur haldið skálanum, þarf bara að vinna skipulega í að koma nefndarstarfinu á kopp. Ef mistekst gersamlega að endurreisa skálanefndina, þá finnst mér fullreynt að klúbburinn getur ekki staðið í þessu. Þá má FI kaupa hann. Ég skil sjónarmið stjórnar en myndi vilja sjá önnur úrræði reynd fyrst. Ég ætla því að segja nei við sölu á fundinum 5. des.