Re: Re:Mix-Boltasjóður

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Mix-Boltasjóður Re: Re:Mix-Boltasjóður

#54433
Siggi Tommi
Participant

Það voru keypt 100 augu (að mig minnir) í sjóðinn í lok vetrar (einhverju var úthlutað í verkefni en mest allt til enn) svo við erum ágætlega sett inn í veturinn. Spurning hvað áætla má að fari út af þessu í vetur… ??
Það þarf reyndar að skoða betur hvort sjóðurinn eigi að skaffa boltana líka og pælingar um hvort klúbburinn ætti að eiga forláta borvél og allt sem til þarf svo þetta sé ekki háð sníkjum hjá hjálparsveitum eða úr verkfærageymslum félaga.
Verður skoðað í samráði við stjórnina.

Annars hefur sjóðurinn úrskurðað að Sófacore fái engar úthlutanir í ljósi arfaslaks mórals og almennt óheppilegs orðalags í garð náungans hér á síðunni í gegnum árin. :)

Fh. boltasjóðs.
Segurður Tópó