Re: Re:Klifurleiðir í Kjarnaskógi

Home Umræður Umræður Klettaklifur Klifurleiðir í Kjarnaskógi Re: Re:Klifurleiðir í Kjarnaskógi

#54435
Siggi Tommi
Participant

Já, ófáar skoðunarferðirnar hef ég farið upp í Kjarna til að vega og meta dýrðina þar enda klettarnir flottir. Jójóa milli þess að vilja gera þarna übersvæði yfir í það að finnast þetta ómögulegt með öllu…

Gallinn við þá er í fyrsta lagi að hæstu beltin eru frekar óaðgengileg sökum stalla fyrir neðan (klettarnir eru í nokkrum lögum með grassyllum á milli styttri hafta). Indíánasvæðið (í Arnarkletti) og Krossklettur (ofan við Hamra) eru einna skástir hvað það varðar og hæð/bratta á meginstálinu.
Annar galli er að klettafésin eru almennt frekar fítuslaus og grip því einkum að finna í sprungum frekar en á köntum. Klifrið þarna verður því líklega töluvert í „trad“ frekar en „sport“-stíl (með „stíl“ meina ég þá klifrið sjálft frekar en tryggingartegundina).
En við vorum búnir að smakka aðeins á Krosskletti og settum toppakkeri í tvær leiðir um árið í tengslum við skátamót, þar af var önnur alveg ágæt (Eiki tvíbbi getur sýnt ykkur hvar þetta er). Var með 1-2 potential leiðir þar í viðbót og nokkrar vinstra megin við Indíánann.

En það sem þarf að gera er að gefa sér nokkra daga í að síga í þetta dót, hreinsa laust dót og smakka á potential leiðum með túttur og kalk að vopni. Ekkert vit í að bolta neitt fyrr en nokkuð öruggt er að um eigulega leið sé að ræða.

Endilega drífa í að smakka á þessu. Þetta er slatta mikil vinna en það væri snilld ef þetta verður að nothæfu klifursvæði með 10-20 leiðum.

Climb on…
Hlakka til að fá frekari fréttir af þessu og býð fram þjónustu þegar ég verð næst á svæðinu, hvenær sem það verður.