Re: Re:Ísklifur um helgina í stað festivals

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifur um helgina í stað festivals Re: Re:Ísklifur um helgina í stað festivals

#55204
2808714359
Meðlimur

ahhhh sá þennann póst of seint.
Ég reyndi við Hlíðarfjall í dag en því miður var það hertekið eina ferðina enn af sunnlendingum. Mér finst ekki gaman í fjallinu þegar maður þarf að leggja niður í bæ og röðin í stólalyftuna nær til Dalvíkur.
Ég og Finni tókum því létt ísklifur í Munkanum. Þar eru nokkrar stuttar leiðir og klifruðum við leiðina rétt fyrir ofan brúnna. Sem betur fer höfðum við vit á að prófa hana í ofanvað því hrundum niður úr mjög svo tæpu kertinu nokkrum sinnum. Ég mæli með að þessi leið verði skírð Cliffhanger ef ekki er komið nafn á hana.
Í einu dettinu missti Finni fæturna og vinstri hendina og hékk út af kertinu í lausu lofti bara á hægri hendi. Honum tókst þó að hífa sig upp og ná taki á hinni öxinni sem var enn föst í ísnum. Þetta minnti mjög á eitt atriði í hinni stórkostlegu mynd Cliffhanger.

Annars er með mig eins og Magga, verð trúlega á norðurfési Kerlingar á sunnudag.

kv
Jón H