Re: Re:Frábær klifurkeppni á Höfðatorgi í dag

Home Umræður Umræður Klettaklifur Frábær klifurkeppni á Höfðatorgi í dag Re: Re:Frábær klifurkeppni á Höfðatorgi í dag

#54439
1908803629
Participant

Glæsilegar myndir Gummi. Ég hefði nú sleppt því að láta plata mig í bleika klifurhúsbolinn hefði ég vitað að maður myndi enda á víðnetinu ;-)

Þetta er klárlega eitthvað til að sjá eftir þar sem klifrið á vegginn var tær snilld, enda sjaldan sem maður kemst í 27 metra lóðréttan vegg á íslandi – fínasta æfing og vel það.

Ég mun mæta árlega á þetta mót og lofa sjálfum mér að mæta ívið hressari til leiks næst.

Annars voru úrslitin þessi:

Dömur
1. Stelpan í afgreiðslunni í KH (systir hans Kristó)?
2. Kristín Martha

Herrar
1. Jafet Bjarkar Björnsson með 20 sek forskot
2. Hjalti Rafn
3. Stefán Smára

Two thumbs up til Eyktar sem átti, að mér skilst, frumkvæðið að þessu.