Re: Re: Vorskíðun

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Vorskíðun Re: Re: Vorskíðun

#57636
2006753399
Meðlimur

Renndi mér suður Sprengisand frá Eyjafirði að Vatnsfelli í síðustu viku með kúnna.

Lítill snjór í Eyjafirði upp að Berglandi en nóg þar fyrir innan. Mikill snjór frá Laugafelli niður í Vonarskarð og að Jökulheimum. Krapi og talsvert vatn við Nýjadal en Hágöngulón vel fært á skíðum að norðanverðu. Tungná er opin ca. 10km f. neðan Jökulheima en lítið í henni.
Tók strikið beint yfir í Vatnsfell frá Tungná á góðum snjó sem hvarf með öllu við Hrauneyjar.
Alls 8 dagar á ferð og 2 veðurdagar.

Semsagt nægur snjór á hálendinu og suður að Fjallabaki en lítið við norðurströndina.

Góðar stundir,