Re: Re: Turninn í grafarvogi

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Turninn í grafarvogi Re: Re: Turninn í grafarvogi

#56089
Gummi St
Participant

Það tekur yfirleitt um viku að byggjast upp, ekki er sniðugt að klifra þarna í of þunnum ís þar sem það fer ekki vel með axarblöð að þeim sé dúndrað í járngrindina… né vel með grindina og hænsnanetið sem bindur ísinn.

Ég bað um að það yrði skrúfað frá á mánudaginn, hef ekki farið í vikunni til að kanna aðstæður en það hefur verið reynslan að þetta taki ca. viku.

Þetta er snilldar æfing fyrir klifrið og flott að kíkja þarna eftir vinnu þegar aðstæður eru klárar!

-GFJ