Re: Re: Til hvers isalp.is?

Home Umræður Umræður Almennt Til hvers isalp.is? Re: Re: Til hvers isalp.is?

#56061
Andri
Meðlimur

Góðan dag og gleðilegt nýtt ár!

Ég er einn af þeim sem kíkja á vefinn daglega án þess þó að tjá mig nokkuð. En nú verður kannski breyting þar á.

Ég verð að segja að mér finnst umræðan góð og margar skemmtilegar hugmyndir um úrbætur komnar fram. Vona að þær verðu þó að einhverju meira en bara hugmyndum.

Varðandi Fésbókina þá held ég að við eigum ekki að hræðast hana, þó að ég vona innilega að vefurinn leggist ekki niður og færist alfarið þar inn, heldur að við nýtum þá kosti sem þessi lang stærsti vefur landsins hefur uppá að bjóða. Í því samhengi vill ég benda á að MBL sem er stærsti íslenski vefurinn sá ástæðu til að færa sig á fésbókina. Ég hef „like-að“ á MBL og fæ þessvegna nýjustu fréttirnar af MBL inná news-feedið mitt á FB. Ekki slæmt það.

Þetta er bara basic marketing. Verum sjáanleg þar sem fólkið er.

Ég sæi fyrir mér því tvennt.
Að stofnuð yrði Ísalp síða á FB.
Þar mynd helstu fréttir, dagskrá og sniðugir umræðu þræðir vera póstaðir inn. Það myndi þannig minna fólk á okkur og þennan góða vef.
Þar getum við lokað alfarið fyrir allra umræður þar sem við viljum að þær fari fram á Isalp.is

Einnig að bæta við „like“ á allar síður Isalp.is. Rétt eins og allir íslenskir fréttavefir hafa gert. Þannig get ég like-að á einhverja skemmtilega umræðu eða frétt og allir mínir vinir á fésbókinni sjá hana.

Þannig fáum við fleirri inná vefinn og um leið mögulega fleirri virka þáttakendur.

Einnig myndi ég vilja sjá mun örari fréttaveitu.
Ég man seinasta sumar kíkti ég fyrst nær daglega hér inn og það var ekki breyting á vefnum í nokkra mánuði. Ég held að það dragi rosalega úr aðsókn á vefsíður ef þær eru lítið uppfærðar. Ef ég fæ það á tilfinninguna að það er nóg að kíkja aðrahverja viku til að vera up to date þá geriri maður það, er það ekki?

Ég kíki reglulega á vefsíðu hjá stjörnuáhugamönnum, http://www.stjornuskodun.is, en þeir settu upp nýjan vef ekki alls fyrir löngu. Þar koma inn nýjar fréttir í hverri viku og oft fleirri en ein. Held að það sé eitthvð sem við getum tekið til fyrirmyndar. Að hér yrðu sett upp viðmið að koma með nýja frétt eða grein vikulega. Því fylgir vissulega mikil vinna en það væri hægt að virkja flerri og dreifa vinnunni á fleirri hausa.

Þetta eru mínir punktar á þessu nýja fallega ári ;)